Fara í upplýsingar um vöru
1 af 1

Vörur

Uppeldi til ábyrgðar - Rafbók

Uppeldi til ábyrgðar - Rafbók

Venjulegt verð 2.490 ISK
Venjulegt verð Söluverð 2.490 ISK
Sala Uppselt
Skattar innifaldir.
Magn

ATHUGIÐ EINUNGIS RAFBÓK

Uppbyggingarstefnan (e. Restitution) leitast við að skapa í skólum umhyggjusamt
samfélag og halda uppi aga með lágmarksþvingun. Bókin Uppeldi til ábyrgðar er eftir
Diane Gossen, höfundur stefnunnar. Hún er 118 síður og samsett úr fjórum
þemaheftum.


Fyrsta heftið heitir: Tilgangur hegðunar. Þar er leitast við að sannfæra
lesandann um að skólinn þurfi að taka að sér það hlutverk að kenna nemendum
sínum að þekkja sjálfa sig, tilfinningar sínar og þarfir og forðast bæði umbun og
refsingar, því enginn geti stjórnað neinum nema sjálfum sér.


Annað heftið heitir: Nokkur grundvallaratriði Uppbyggingar. Þetta eru 60
spurningar sem Diane hefur fengið frá kennurum á námskeiðum og svör hennar við
þeim. Svörin gefa yfirlit yfir hugmynda- og aðferðarfræði.


Þriðja hefir heitir: Ólíkar leiðir við agastjórn. Hér lýsir höfundur fimm
mismunandi leiðum sem við reynum að nota til að stjórna öðrum. Agastjórn
samkvæmt uppbyggingu er ólíkt öðrum aðferðum sem notaðar eru í menntakerfinu.


Fjórða heftið heitir: Uppbyggingarþríhornið. Hér er lýsing á þeirri
spurningatækni sem kennarar geta tileinkað sér þegar þeir tala við þann sem hefur
orðið eitthvað á og brotið reglur. Tilgangur samtalsins er að nemandinn sjái mistök
sem tækifæri til að læra og þroskast og líti að því loknu björtum augum á
framtíðina með aukinni sjálfstraust í jákvæðum samskiptum.

Sjá nánari upplýsingar