Um okkur

Tilgangur útgáfunnar er að bjóða þeim sem vinna með börnum og unglingum upp á efni sem getur dýpkað skilning á mannlegri hegðun og samskiptum fólks.

Í góðum skóla eru sköpuð skilyrði til að nemendur geti lært að þekkja sjálfa sig, tilfinningar sínar og þarfir vegna þess að hver og einn þarf að hafa stjórn á lífi sínu, njóta sín, finna fyrir sjálfsvirðingu, fá að tilheyra og elska.